Landbúnaðarsýningar framundan!
13.09.2010
Nú þegar september er genginn í garð er rétt að huga að vetrarstarfi kúabænda og þar er eðlilega margt áhugavert á ferðinni. Ýmsar áhugaverðar landbúnaðarsýningar verða haldnar í vetur í nágrannalöndunum og verður þeirra helstu í hverju landi getið hér í tímaröð.
KoneAgria í Jyväskylä, Finnlandi
Haldin 20.-23. október
Þessi áhugaverða sýning í Finnlandi er haldin árlega og síðasta ár
heimsóttu hana rúmlega 38 þúsund manns frá meira en 20 löndum. Þá voru yfir 400 fyrirtæki sem kynntu starfsemi sýna á sýningunni.
Nánari upplýsingar: www.koneagria.fi
Elmia Lantbruk í Jönköping, Svíþjóð
Haldin 20.-23. október
Þessi landbúnaðarsýning, sem því miður er haldin á sama tíma og finnska sýningin KoneAgria, er haldin þriðja hvert ár og sýningin í ár verður mun stærri en sýningin sem var haldin 2007. Í ár verður sérstök áhersla lögð á líforku, gasframleiðslu úr lífrænum
Nánari upplýsingar: www.elmia.se/lantbrukmaskin
EuroTier í Hanover, Þýskalandi
Haldin 16.-19. nóvember
EuroTier sýningin er ein stærsta landbúnaðarsýning heimsins, en hún er haldin annað hvert ár. Nú þegar hafa 1.700 sýnendur frá 46 löndum staðfest þátttöku sína svo að ljóst er að þessi sýning verður áhugaverð. Gestir sýningarinnar þegar hún var síðast haldin voru 170 þúsund.
Nánari upplýsingar: www.eurotier.de
Agromek í Herning, Danmörku
Haldin 30. nóvember til 3. desember
Þessi sýning er líklega sú þekktasta hér á landi, enda hafa yfir 1.000 Íslendingar farið í hópferð á sýninguna á liðnum árum. Í ár er síðasta skiptið í 30 ára sögu sýningarinnar sem hún verður haldin árlega, en næst verður hún haldin árið 2012. Sýningin verður fjölbreytt að vanda, með bæði tæki, tól og búfé. Líkt og undanfarin ár verður boðið upp á hópferð frá Íslandi á þessa sýningu og í heimsóknir til danskra bænda en nánari upplýsingar um það fást með því að senda póst á skrifstofa@naut.is.
Nánari upplýsingar: www.agromek.dk
AgriLIVE Smithfield, Englandi
Haldin 2.-3. desember
Þessi sögufræga sýning er nú haldin enn á ný í örlítið breyttri mynd. Sýningin er frekar smá í sniðum en hentar vel fyrir áhugafólk um búfé og kynbætur, enda breskar landbúnaðarsýningar annálaðar fyrir vel uppsettar kynbótagripasýningar. Á sýningunni eru einnig ýmis áhugaverð tæki og tól til að skoða!
Nánari upplýsingar: www.agrilivesmithfield.co.uk
Sima í París, Frakklandi
20.-24. febrúar 2011
Þessi sýning er haldin annað hvert ár og er líklega stærsta sýningin í Evrópu á sínu sviði með um 1.400 sýnendur og rúmlega 200 þúsund gesti! Á sýningunni verða bæði kynnt tæki og tól, auk þess sem áhersla verður lögð á endurnýjanlega orkugjafa og búfjárrækt.
Nánari upplýsingar: www.planet-agri.com/en
Agrisjåí Stjørdal, Noregi
Haldin 26.-28. ágúst 2011
Agrisjå er haldin þriðja hvert ár og hefur vaxið í hvert skipti. Árið 2008 heimsóttu sýninguna rúmlega 30.000 manns en á dagskrá hennar voru bæði tæki og tól auk ýmissa fróðlegra fyrirlestra.
Nánari upplýsingar: www.agrisja.no