Landbúnaðarsýning á Hrafnagili 4.-7. ágúst
01.08.2016
Landssamband kúabænda mun taka þátt í landbúnaðarsýningunni á hinni árlegu Handverkshátíð á Hrafnagili sem haldin verður dagana 4.-7. ágúst næstkomandi. Þar verðum við með bás í stóra tjaldinu á sýningarsvæðinu og freistum þess að kynna nautgriparækt og framleiðslu kúabænda fyrir gestum og gangandi.
Nú hefur einnig verið skorað á okkur að taka þátt í hæfileikakeppni sem haldin verður á kvöldvökunni föstudaginn 5. ágúst. Því auglýsum við hér eftir skemmtilegum atriðum; söng, leik, glensi og gríni eða öðrum kúnstum sem eru vænleg til að slá í gegn hjá áhorfendum. Allar ábendingar má senda á margret@naut.is
/MG