Beint í efni

Landbúnaðarráðherra fellir niður fóðurtolla

04.04.2008

Í ávarpi sínu til aðalfundar Landssambands kúabænda í morgun, greindi Einar Kristinn Guðfinnsson ráðherra landbúnaðarmála, frá þeirri ákvörðun sinn að kjarnfóðurtollur sem nemur 3,90 kr/kg, verði felldur niður frá 1. maí n.k. Gildir þessi ákvörðun um kjarnfóðurblöndur sem fluttar verða inn frá löndum EES, tollurinn verður áfram á blöndum sem framleiddar eru í löndum utan evrópska efnahagssvæðisins. 

Ástæða er til að fagna þessari aðgerð ráðherra, sem er löngu tímabær. Fjölmargir aðalfundir LK hafa ályktað um nauðsyn þess að fella umrædda tolla niður og standa vonir til að með þessu verði mögulegt að lækka kjarnfóðurverð til bænda, sem hefur hækkað meira á undanförnum misserum en nokkur dæmi eru til. Kjarnfóður hækkaði hér á landi síðast í gær, um 12-21%.