Landbúnaðarráðherra Breta hvetur til fjárfestinga í mjólkuriðnaði
02.06.2010
Jim Paice, landbúnaðarráðherra Breta, leggur nú lóð sín á vogarskálar bresks mjólkuriðnaðar til þess að efla útflutning mjólkurvara. Árlega flytja Bretar út mjólkurvörur fyrir 0,9 milljarða punda en innflutningur mjólkurvara til Bretlands nemur hinsvegar 2,3 milljörðum punda. Þessu hlutfalli vilja breskir kúabændur eðlilega
snúa sér í hag. Vöruúrval osta er óvenju mikið í Bretlandi en þar eru framleiddar í dag um 700 tegundir osta, þar af eru 15 ostategundir með nafnavernd Evrópusambandsins.
Bretar telja að til þess að hægt verði að auka útflutning þurfi að endurnýja og bæta iðnaðinn og því tekur landbúnaðarráðherra nú þátt í því að afla kúabændum stuðnings með þessum hætti.
Þess má geta að í Bretlandi eru 1,9 milljón mjólkurkýr og er meðalbúið með um 112 kýr.
Byggt á frétt Farmers weekly