
Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins
05.07.2011
Ný bók um landbúnaðarlöggjöf ESB og Evrópska efnahagssvæðisinsÚt er komin bókin „Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins“ eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor við Háskóla Íslands. Í viðauka er fjallað um varnarlínur sem Bændasamtökin telja lágmarkskröfur í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB. Kafli BÍ um varnarlínurnar er aðgengilegur á vefnum á pdf-formi með því að smella hér.
Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum og hjá útgefanda, Bændasamtökum Íslands þar sem hún kostar kr. 2.490 m. vsk. Félagsmenn í BÍ fá bókina á veglegum afslætti eða 1.490 kr. með sendingarkostnaði. Vinsamlegast hringið í síma 563-0300 eða sendið tölvupóst á bondi@bondi.is ef þið viljið fá bókina senda.