Beint í efni

Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins

05.07.2011


Ný bók um landbúnaðarlöggjöf ESB og Evrópska efnahagssvæðisinsÚt er komin bókin „Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins“ eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor við Háskóla Íslands. Í viðauka er fjallað um varnarlínur sem Bændasamtökin telja lágmarkskröfur í yfirstandandi samningaviðræðum við ESB. Kafli BÍ um varnarlínurnar er aðgengilegur á vefnum á pdf-formi með því að smella hér

Bókin er fáanleg í helstu bókaverslunum og hjá útgefanda, Bændasamtökum Íslands þar sem hún kostar kr. 2.490 m. vsk. Félagsmenn í BÍ fá bókina á veglegum afslætti eða 1.490 kr. með sendingarkostnaði. Vinsamlegast hringið í síma 563-0300 eða sendið tölvupóst á bondi@bondi.is ef þið viljið fá bókina senda.