Beint í efni

Landbúnaðarháskólinn brautskráir nemendur í dag

27.05.2005

Í dag kl. 14 verða nemendur frá Landbúnaðarháskólanum brautskráðir. Þetta er í fyrsta sinn frá sameiningu þriggja stofnana í Landbúnaðarháskóla Íslands sem brautskráning er. Jafnframt verður fyrsti nemandi með meistaragráðu brautskráður. Landssamband kúabænda hefur

á liðnum árum veitt viðurkenningu til þess nemanda sem hefur staðið sig best í nautgriparæktarfögum og verður svo einnig nú.

 

Alls verða nú brautskráðir 35 nemendur frá Landbúnaðarháskólanum og er skipting þeirra eftir sérsviði sem hér segir:

 

Búfræðibraut:

19 nemendur

 

BSc. 90:

7 nemendur í umhverfisskipulagi

3 nemendur í búvísindum

1 nemandi í landnýtingu

 

BSc. 120 (kandidatspróf/ráðunautapróf):

2 nemendur í landnýtingu

3 nemendur í búvísindum

 

MSc. (meistaragráða):

1 nemandi í búvísindum