Beint í efni

Landbúnaðarháskóli Íslands – opnað á umsóknir. Umsóknarfrestur til 5. desember

20.11.2008

Landbúnaðarháskóla Íslands hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir um skólavist í byrjun nýs árs. Yfirvöld skólans hafa ákveðið að bregðast við aðstæðum og opna á umsóknir um nám sem hæfist í janúar. Umsóknarfrestur er til 5. desember. Þá hefur LbhÍ hleypt af stokkunum nýju verkefni, sem hefur verið nefnt SPROTINN – Atvinnusmiðja.  Verkefnið miðar beint að nýsköpun í atvinnulífi landsins með því m.a. að bjóða fram aðstöðu og aðstoð hjá LbhÍ til þess að þróa hugmyndir í átt að atvinnustarfsemi.

BS og MS nám

Opið fyrir umsóknir í allar námsbrautir – fjarnámslausnir mögulegar.

 

STARFSMENNTANÁM

Mjög hagnýtt nám í boði – mögulegt að taka einstök námskeið eða innritast í fullt nám – fjarnámslausnir.

 

ENDURMENNTUN

Mikill fjöldi námskeiða – hægt að taka einstök námskeið eða námskeiðaraðir.

 

SPROTINN – Atvinnusmiðja

LbhÍ er nú að hleypa af stokkunum nýju verkefni sem miðar beint að atvinnusköpun í landinu. Markmiðið er að vinna með fólki og koma hugmyndum í framkvæmd. Sjá nánar á www.lbhi.is

 

Hver umsókn verður metin

Umsækjendur munu innritast í hafið nám. Vinsamlega hafið samband við kennsluskrifstofu um mögulega framvindu námsins.

 

UMSÓKNARFRESTUR

Umsóknarfrestur vegna náms á vormisseri er til 5. desember. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru á heimasíðu skólans. www.lbhi.is