Laktósafrí mjólk væntanleg hjá MS
18.01.2013
Um árabil hefur MS boðið upp á laktósaskertar mjólkurvörur fyrir þá sem hafa mjólkursykursóþol. Undanfarið eitt og hálft ár hefur verið unnið að þróun á mjólkurvörum sem eru algjörlega laktósafríar. Nú sér fyrir endann á þeirri vinnu og má búast við fyrstu laktósafríu mjólkurvörunni frá MS á komandi vormánuðum.
Tilkynning frá MS