Laktósafrí léttmjólk komin á markað!
31.05.2013
Í dag kom laktósafrí léttmjólk í verslanir en skyr, jógúrt og fleiri vörur án laktósa eru væntanlegar á næstu misserum. Í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja mjólkursykur (laktósa) sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Laktósafrí mjólk hentar því öllum þeim sem hafa mjólkursykursóþol.
Á síðustu mánuðum hafa farið fram neyslukannanir meðal fólks með mjólkursykursóþol og eru þátttakendur einróma um gæði vörunnar. Margir af þátttakendunum í þessum könnunum hafa ekki geta neytt mjólkur í mörg ár en geta nú drukkið mjólk án þess að finna til óþæginda.
Vöruþróun á laktósafrírri mjólk hefur staðið yfir í tvö ár og er léttmjólkin fyrsta laktósafría varan til að líta dagsins ljós. Ásamt því að henta fólki með laktósaóþol hentar laktósafrí léttmjólk einnig vel þeim sem hafa áhuga á kolvetnaminni vörum en hún inniheldur um 35% minna af kolvetnum en venjuleg léttmjólk
Laktósaóþol er mjög mismunandi eftir heimsálfum og í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er meirihluti fólks sem þolir ekki laktósa. Á Vesturlöndum er tíðni laktósaóþols þó mun lægra eða um 10%.
Mikil áhersla hefur verið lögð á vöruþróun í neyslu mjólk á undanförnum árum og má þar nefna Fjörmjólk og D-vítamínbætta léttmjólk. Stoðmjólk leit dagsins ljós fyrir fáeinum árum og hefur haft mjög jákvæð áhrif á járnbúskap ungabarna hérlendis.
Nánari upplýsingar um laktósafría léttmjólk og laktósaóþol má finna á heimasíðu MS, www.ms.is.
Í gær komu fyrstu fernur af laktósafrírri léttmjólk af framleiðslulínu MS á Selfossi