Beint í efni

Laktósafrí léttmjólk frá MS !

13.05.2013

Um tveggja ára skeið hafa starfsmenn MS unnið að þróun á svokallaðri laktósafrírri léttmjólk sem hentar sérlega vel fyrir þá sem eru með laktósaóþol. Í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja laktósann úr mjólkinni en laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Til þessa hefur MS kynnt á markaði fjölmargar vörunýjungar þar sem búið var að draga úr laktósa en ekki fjar-lægja hann alveg s.s. sykurskerta Kókómjólk, Hleðslu og Skyr.is drykki. Nú er hins vegar í fyrsta skipti í boði vara án laktósa!

 

Síðustu mánuði hafa starfsmenn MS verið að prófa laktósafríu mjólkina meðal neytenda og hafa viðtökur verið afar góðar. Vöruþróun á þessari vöru hefur verið nokkuð langt og strangt ferli en er nú að skila sér í vöru sem verður í sérflokki enda líkar fólki laktósafría mjólkin vel. Mjólk þessi verður sett á markað í júní og ef viðtökur á markaði verða góðar má búast við því að fjölgun verði á vörum MS án laktósa/SS-Mjólkurpósturinn.