Beint í efni

Lágmarksverð til mjólkurframleiðenda hækkar um 2,38%

23.12.2022

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

 

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. desember 2022 (aftur í tímann):

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 2,38%, úr 116,99 kr./ltr í 119,77 kr./ltr.

 

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. janúar 2023:

  • Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar almennt um 3,50%.

 

Verðhækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. september 2022. Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 5,06% að meðtöldum áhrifum kjarasamninga á launakostnað og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.