Lágmarksverð mjólkur hækkar um 2,80 kr/ltr 1. júlí
21.06.2012
Verðlagsnefnd búvara hefur sent frá sér svofellda fréttatilkynningu:
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum, sem nefndin ákveður, hækki 1. júlí n.k. um 4%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um 2,80 krónur á lítra mjólkur, það er úr 77,63 krónum í 80,43 krónur, eða 3,6%. Þá hækkaði vinnslu- dreifingarkostnaður mjólkur um tæp 4,4%.
Ástæður þessara verðbreytinga eru vegna launabreytinga og hækkana á aðföngum við búrekstur.
F.h.n.
Ólafur Friðriksson
formaður