Beint í efni

Lágmarksverð mjólkur hækkar

06.09.2022

Verðlagsnefnd búvöru hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Lágmarksverð 1. fl. mjólkur til bænda mun þannig hækka um 4,56% úr 111,89 kr./ltr. í 116,99 kr./ltr. frá og með 1. september sl. og hækkar heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur um 3,72% en sú breyting tekur gildi þann 8. september.

Verðhækkanirnar eru komnar til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og úrvinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem var 1. apríl 2022. Frá síðustu verðákvörðun til septembermánaðar hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 4,56% að meðaltali en þar vegur þyngst hækkun á rekstrarvörum (rúlluplasti og garni) olíukostnaður og vaxtahækkanir. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðvanna hækkað um 2,67% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.