Lærðu að sæða!
23.02.2011
Endurmenntunardeild LbhÍ verður með áhugavert námskeið fyrir kúabændur, búfræðinga og dýralækna sem vilja mennta sig sem frjótæknir. Þar sem takmarkanir eru á fjölda þátttakenda e námskeiðið einkum ætlað búfræðingum. Námskeiðið nær yfir þrjár vikur, frá 21. mars til 5. apríl. Fyrsta vikan er lotukennsla sem fram fer á Stóra Ármóti með verklegri þjálfun síðdegis í Sláturhúsi SS á Selfossi. Önnur vikan er heimanám í gegnum fjarnámskerfið skoli.is og lagt upp með að viðkomandi fari í ferð með frjótækni síns heimahéraðs eða eftir atvikum í verklega þjálfun í sláturhúsinu á Selfossi. Þriðju og síðustu vikuna fer kennsla fram á tveimur dögum og líkur með námskeiðsslitum á þriðjudegi.
Æskilegt er að fólk hafi aðgang að tölvum og kunni á veraldarvefinn og tölvupóstkerfið.
Verð: 73.500 kr. Innifalið í verði er kennslan, gögn og kennsluaðstaða. Veitingar og gisting er ekki innifalin. Endurmenntun LbhÍ og Staðarhaldari á Stóra Ármóti mun þó vera nemum innan handar varðandi hádegisverð. Ferðaþjónustan Vatnsholti býður upp á gistiaðstöðu og veitingar sé þess óskað ( http://www.sveit.is/FarmDetails/687/vatnsholt ). Fleiri bjóða einnig uppá slíkt í nágrenninu.
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Skráningafrestur rennur út 12. mars!!
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 15.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Kvittun með skýringu send á endurmenntun@lbhi.is Reikningur fyrir afgangnum verður sendur viðkomandi eftir að námskeið byrjar. Sé viðkomandi á vegum fyrirtækis/stofnunar er hægt að greiða heildarupphæð samkvæmt reikningi.
Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands – sjá www.bondi.is