
Lækkun á söfnunarkostnaði fyrir árið 2021
21.12.2020
Stjórn Auðhumlu samþykkti á fundi sínum í dag, þann 21. desember 2020, að söfnunarkostnaður sem bændur greiða fyrir mjólkursöfnun verði kr. 5,00 á líter fyrir árið 2021. Þrátt fyrir margvíslegar aðstæður á árinu 2020 hefur náðst fram verulegur árangur í kostnaði við mjólkursöfnun og lækkar því söfnunarkostnaður úr kr 5,10 í kr. 5,00 fyrir árið 2021.