Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Lactalis kaupir í Rúmeníu

23.02.2016

Eftir all nokkra ró á mörkuðum erlendis undanfarna mánuði virðist nú sem að helstu afurðafyrirtæki heims hafi tekið upp fyrri iðju á ný, þ.e. að kaupa upp minni afurðafélög. Í gær sögðum við frá Coca-Cola og uppkaupum í Nígeríu á stærsta afurðafélaginu þar en nú er það franski risinn Lactalis sem hefur keypt meirihluta hlutafjárins í Albalact, stærsta afurðafélaginu í Rúmeníu. Yfirtaka Lactalis á 70,3% hlut í Albalact er háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Rúmeníu en Albalact var í eigu nokkurra fjárfestingafélaga frá bæði Rúmeníu og Kýpur.

 

Albalact var stofnað árið 1971, starfrækir þrjár afurðastöðvar í landinu og er með um 1.000 starfsmenn sem framleiða breytt úrval mjólkurvara eins og smjör, osta og jógúrt. Eins og áður segir er þetta umsvifamesta fyrirtækið á mjólkurvörumarkaðinum í Rúmeníu en alþjóðleg fyrirtæki hafa sýnt markaðinum í Rúmeníu mikinn áhuga, mögulega vegna lágs framleiðslukostnaðar mjólkurvara þar. Næst stærsta afurðafyrirtækið er í eigu franska fyrirtækisins Danone og þriðja stærsta afurðafyrirtækið í eigu hins nýsjálenska Fonterra/SS.