Lactalis að taka yfir stærstu afurðastöð Slóveníu
20.11.2012
Lactalis, franska afurðafélagið, hefur nú keypt meirihlutann í slóvensku afurðastöðinni Ljubljanske Mlekarne í þeirri viðleitni fyrirtækisins að styrkja stöðu sína í Suð-Austur-Evrópu. Uppkaupin eiga reyndar eftir að fá samþykki samkeppnisyfirvalda en Lactalis er þegar all stórt í þessum hluta Evrópu. Fari svo að kaupin verði samþykkt eignast Lactalis 50,3% hlutafjárins.
Ljubljanske Mlekarne er með starfsemi í Ljubljana, Maribor, Kocevje og í Tuzla í Bosníu-Herzegóvínu og framleiðir auk drykkjarmjólkur og osta bæði jógúrt og ís. Félagið velti 154 milljónum evra, um 25 milljörðum íkr, árið 2011/SS.