Beint í efni

Lactalis að gleypa Skånemejerier

17.11.2011

Í síðustu viku komu fram fréttir um að franska afurðafélagið Lactalis hefði hug á auknu samstarfi við Skånemejerier í Svíþjóð, en Skånemejerier er næst stærsta afurðastöðin á markaðinum þar á eftir Arla. Nú hefur hinsvegar komið í ljós að um meira en áhuga er að ræða og hafa borist af því fréttir að um yfirtökutilboð sé að ræða. Lactalis þekkja margir sem eitt af allra stærstu afurðafélögum í heimi enda með starfsemi í fjölmörgum löndum og er með veltu upp á um 2.400 milljarða króna!

 

Í næstu og þarnæstu viku verður eigendum Skånemejerier, kúabændum í suðurhluta Svíþjóð, kynnt tilboð Lactalis en að sögn framkvæmdastjóra félagsins Björn Sederblad þá er um afar hagstætt tilboð að ræða. Þess má geta að Arla tók nýverið yfir Milko í Svíþjóð við lítinn fögnuð forsvarsmanna Skånemejerier sem töldu samkeppnisstöðu sinni ógnað. Aðkoma Lactalis að félaginu mun að líkindum róa þá eitthvað/SS.