
Kýrsýnataka vegna gæðastýringar
19.06.2009
Nautgriparæktarráðunautar vilja minna á að til að standast þriðja hluta gæðastýringar, sem gerður verður upp í september næstkomandi, þurfa að liggja fyrir tvær kýrsýnatökur á fyrri hluta ársins. Ef aðeins er búið að taka einu sinni sýni frá áramótum, þarf að taka annað sýni nú í júní. Jafnframt þarf að sjálfsögðu að skila skýrslunum á réttum tíma það sem eftir er verðlagsársins. Síðasti skiladagur er 10 næsta mánaðar og miðast það við að skýrslurnar séu komnar inn til uppgjörs þann 10. Þeir sem ekki skrá sjálfir þurfa því að gæta þess að skýrslurnar séu komnar til skráningaraðila í tíma eða 3-4 dögum fyrir loka skráningardag.
/GEH