Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kýrnar vilja vanillubragð!

08.09.2016

Samkvæmt rannsókn sem greint var frá í ágústhefti fagtímaritsins Journal of Dairy Science vilja kýr frekar kjarnfóður með vanillubragði en kjarnfóður með lakkrísbragði! Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum á sjö bragðtegundum sem kýrnar fengu að velja á milli í bandarískri rannsókn. Markmiðið með rannsókninni var að leita að heppilegu bragðefni fyrir mjólkurkýr, svo þær myndu auka heimsóknatíðni sína í mjaltaþjóna.

 

Kjarnfóðrið innihélt sama hráefni eins og maís, repju, bómullarfræ og sojaprótein og fengu kýrnar, sem voru af Holstein kyni, að velja sjálfar á milli sjö ólíkra bragðtegunda. Kýrnar mjólkuðu að jafnaði 42 kíló á dag og fengu 28 kíló fóðurs í það heila en þrátt fyrir það var ásókn kúnna í kjarnfóðrið ágæt. Reyndar kom í ljós í tilrauninni að kýrnar átu jafn mikið af kjarnfóðri án vanillu og með vanillu og gáfu vísindamennirnir sér það að skýringin fælist í því að ef kýrnar eru vandar við ákveðið bragð, þá læra þær á það og kunna að meta/SS.