Beint í efni

Kýrnar út!

07.07.2009

Samkvæmt reglugerð um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra, nr. 482/2002, skal nautgripum eldri en 6 mánaða, að graðneytum undanskildum, tryggð 8 vikna útivist ár hvert.

Skorað er á þá sem ekki hafa sett kýrnar út, að gera það hið allra fyrsta. Eftir 8 vikur héðan í frá er kominn 1. september. Kýr á beit er mikilvægur hluti af jákvæðri ímynd greinarinnar og mikilvægt að þar leggi allir sitt af mörkum.