Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kýrnar staðsettar með snjallsímaforriti

09.12.2015

Í stærri fjósum getur tekið nokkurn tíma að finna einstaka kú innan um allar hinar en nú er komin lausn á þessu. Með því að hlaða niður í snjallsíma litlu forriti er hægt að fá uppgefið á skjáinn hvar kýrin heldur sig innan fjóssins og þar með staðsetja hana með hraði. Reyndar þarf meira til en að hlaða niður forritinu, enda þurfa kýrnar að vera með þar til gerð staðsetningarmerki á hálsól sínum og í fjósinu þarf að vera þar til gert loftnet einnig.

 

Það er hollenska fyrirtækið Nedap sem hefur þróað þetta kerfi og sett í sölu, en Nedap er mörgum bændum hér á landi kunnugt enda til töluvert margir kjarnfóðurbásar frá fyrirtækinu í fjósum landsmanna og vafalítið annar búnaður einnig/SS.