Beint í efni

Kýrnar fara á „elliheimili“

11.08.2011

Nú hafa nokkrir breskir kúabændur stigið all merkilegt skref við markaðssetningu mjólkurvara, en í London er nú farið að bjóða upp á mjólk frá kúm sem fara á „elliheimili“! Þegar kýrnar hafa mjólkað í öll þau ár sem þeim er ætlað að mjólka, eru þær s.s. sendar í vist þar sem þær munu vera til æviloka í stað þess að vera sendar í sláturhús. Þessi aðferð þýðir einnig að nautkálfar sem fæðast eru aldir upp og fá að lifa eins lengi og unnt er, en nú er verið að leita að nýtingarleiðum fyrir nautin! Þar sem þetta ferli er eðlilega afar dýrt kostar mjólkin miklu meira en hefðbundin mjólk, en neytendur sem vilja þessa mjólk þurfa að greiða um 430 krónur fyrir lítrann!
 
Það eru samtökin Ahimsa Dairy Foundation sem standa fyrir þessari framleiðsluaðferð en framleiðsluaðferðin er að sögn sótt í hefðir Hare Krishna/SS.