Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kýrnar á Erpsstöðum fagna sumri 4. júní

02.06.2016

Á laugardaginn, 4. júní kl. 14 verður kúnum okkar hleypt út í sumarið. Þá má búast við mikilli gleði í hjörðinni með tilheyrandi æsingi og rassaköstum. Það er alltaf gaman að sjá þessi stóru dýr taka á stökk, sem alla jafna hreyfa sig með jafnaðargeði. Það eru allir velkomnir að koma og fylgjast með. Enginn aðgangseyrir verður á laugardaginn. 

 

Tilkynning frá Rjómabúinu Erpsstöðum

 

Erpsstaðir eru í Dalabyggð, um 16 km sunnan við Búðardal og standa við þjóðveg nr. 60. Nánari staðsetningu má sjá hér./BHB