Beint í efni

Kýrnar á Erpsstöðum fagna sumri 4. júní

02.06.2016

Á laugardaginn, 4. júní kl. 14 verður kúnum okkar hleypt út í sumarið. Þá má búast við mikilli gleði í hjörðinni með tilheyrandi æsingi og rassaköstum. Það er alltaf gaman að sjá þessi stóru dýr taka á stökk, sem alla jafna hreyfa sig með jafnaðargeði. Það eru allir velkomnir að koma og fylgjast með. Enginn aðgangseyrir verður á laugardaginn. 

 

Tilkynning frá Rjómabúinu Erpsstöðum

 

Erpsstaðir eru í Dalabyggð, um 16 km sunnan við Búðardal og standa við þjóðveg nr. 60. Nánari staðsetningu má sjá hér./BHB