
Kýrin fór á 3,9 milljónir!
11.01.2018
Nýverið var sett nýtt met í Ástralíu þegar kýr af kyninu Jersey var seld á 50 þúsund ástralska dollara eða rétt rúmlega 3,9 milljónir króna! Þetta er nýtt með í Ástralíu og líklega víðar og er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir kú í 36 ár í landinu.
Metféð var greitt fyrir hana Bushlea Van Fernleaf 10 EX-93 en hún kom til sem fósturvísir undan þekktum kynbótagripum og vegna yfirburða útlits og ætternis kepptust bjóðendur um að bjóða í hana þar til einn stóð eftir. Reyndar voru bjóðendurnir nokkrir sem keyptu hana Bushlea enda stendur til að nota hana í framleiðslu á fósturvísium fyrir nokkur kúabú og auðvitað til framræktunar. Þess má geta að afar sjaldgæft er að dýrustu kýrnar séu sjálfar notaðar til þess að ganga með kálfana þar sem mun meiri arðsemi felst í því að framleiða fósturvísa með þeim/SS.