Beint í efni

Kýrhausinn í viðgerð í dag

18.04.2017

Unnið er að lagfæringum á Kýrhausnum, spjallsvæði naut.is, um þessar mundir og er fólki ráðlagt að bíða með að setja inn færslur þar sem hætta er á að færslur sem settar verða inn í dag hverfi. Svo virðist sem gerviaðgangar, eða svokallaðir spam-póstar, hafi yfirtekið svæðið yfir páskana.

Ætla má að spjallsvæðið verði komið í lag síðar í dag og vonandi ætti þetta vandamál ekki að koma upp aftur í kjölfarið.