Kýraugað – ljósmyndasýning í Norræna húsinu
16.03.2011
Kýraugað – sýning franska búfjárljósmyndarans Bruno Compagnon verður opnuð í Norræna húsinu næstkomandi laugardag.
Undanfarin tvö sumur hefur hann ferðast um Ísland og myndað landslag, mannlíf og nautgripi. Norræna Húsið sýnir nú nú myndir Brunos þar sem hin íslenska mjólkurkýr er í aðalhlutverki. Sýningin er frá 19.mars – 20.apríl.
Bruno þessi hafði samband við framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda snemma vors 2009 og bað hann að útvega bæi þar sem mynda mætti kýrnar. Það var auðsótt mál – afrakstur þeirrar vinnu má sjá í Norræna húsinu næstu vikur, eins og áður segir.