Beint í efni

Kýr þurfa næði!

25.11.2010

Eftir því sem kynbótum nautgripa fleygir fram eykst mikilvægi þess að fullnýta framleiðslugetu hinna góðu gripa. Þetta getur falist í ýmsum verkum en eitt af því mikilvægasta sem mjólkurkýr gera er að éta og er nythæð og mjólkumagn í beinu samhengi við bæði hve mikið kýrnar éta og að sjálfsögðu gæði fóðursins. Þrátt fyrir að kýr séu frekar félagslindar skepnur og sæki í nærveru hverrar annarrar, þá gildir það sjaldnast þegar þær éta og eru til margar rannsóknir á hegðun kúa við át. Þannig er það vel þekkt að þegar átplássið er takmarkað, þá verður meira um

áflog á milli kúa og þegar fóðurgæði eru ójöfn á fóðrunarsvæðinu þá sætta kýrnar, sem eru lágt settar í virðingarröðinni innan fjóssins, sig við að éta frekar lélegra fóður en að lenda í áflogum um bestu bitana.

 

Í áhugaverðri skoskri rannsókn kom t.d. í ljós að þegar kúm, sem eru neðarlega í virðingarröðinni innan fjóssins, er boðið að velja á milli þess að éta lélegt fóður í ró og næði eða gott fóður við hliðina á hátt settum kúm, þá velja hinar óöruggu kýr frekar lélegt fóður, jafnvel þó svo að það sé nóg pláss í námd við hinar hátt settu kýr. Í raun gildir hið sama um kjarnfóðrið og gróffóðrið, þ.e. kýrnar vilja gjarnan fá næði til átsins.

 

Í grein hér á greinasafni naut.is er betur farið yfir helstu þætti er lúta að þessu atriði og má lesa hana með því að smella á titil greinarinnar í greinasafninu.