Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kýr í mjaltaþjónafjósum eru rólegri

29.07.2017

Það kannast margir við sögusagnir um að kýr í fjósum þar sem hafa verið mjaltaþjónar í nokkurn tíma eru afar rólegar og t.d. auðvelt að ganga innan um kýrnar í flestum slíkum fjósum án þess að þær fari undan. Nú hefur þetta svo verið sannreynt í tilraun í Ástralíu en hún Ashleigh Wildridge, sem sést á meðfylgjandi mynd, skrifaði einmitt doktorsverkefni um þetta efni. Í verkefni sínu skoðaði hún hvaða áhrif fólk hefur á kýr og kom í ljós að almennt treysta kýr í mjaltaþjónafjósum fólki betur en kýr sem eru mjólkaðar með hefðbundinni mjaltatækni.

Í rannsókn hennar kom einnig fram að bændur sem eru með mjaltaþjóna þurftu oftar að hvetja kýrnar sínar af krafti til þess að fá þær til þess að fara á einhvern ákveðinn stað í fjósinu, svo rólegar voru þær almennt séð í samanburði við kýr sem ekki eru mjólkaðar með mjaltaþjónum. Þær voru með öðrum orðum vanari því að vera reknar til og frá og því „þægari“ þegar kom að því að færa þær til innan fjósanna en stallsystur þeirra í mjaltaþjónafjósum/SS.