Beint í efni

Kýr eiga alltaf að komast í vatn

15.06.2013

Nú, þegar margir kúabændur eru farnir að beita kúnum, minnum við enn á ný á mikilvægi þess að passa sérstaklega vel upp á aðgengi kúnna að vatni. Vatnsþörf kúa er afar mikil og má almennt má gera ráð fyrir því að kýr í 20 kílóa nyt þurfi um 70 lítra á dag þegar hitastigið er um 5°C. Hins vegar eykst vatnsþörf þeirra þegar hlýnar í veðri. Við 20°C þarf sama kýrin um 80 lítra vatns á dag. Sé dagsnytin 40 kíló, er vatnsþörfin samsvarandi um 110 lítrum á dag við 20°C útihita.
 
Oft er það svo að kúm er ætlað að drekka nægjanlegt vatn í næsta læk. Ef svo er, þarf að huga sérstaklega að þeim stað sem kýrnar eiga að drekka. Til þess að minnka líkur á óhreinindum á júgri og fótum er afar mikilvægt að hafa viðkomandi drykkjarsvæði malarborið. Annað atriði er vert er að hafa hugfast er að kýr framleiða fyrst og fremst mjólk liggjandi. Því er um að gera að reyna að búa svo um aðstæður þeirra utandyra að þær eigi stutt í næsta vatn af beitinni.

 

Hægt er að fræðast nánar um brynningu kúa í greinasafni vefsins með því að smella á hlekk hér til vinstri á síðunni eða með því að fara beint grein um brynningu með því að smella hér/SS.