Beint í efni

Kýr dagsins er…

25.07.2014

Daglega koma fram á sjónarsvið snjallsímanna ný smáforrit, sem oft eru kölluð öpp. Eitt slíkra, sem reyndar er einungis í boði fyrir Apple síma enn sem komið er, er ansi skemmtilegt en það tengist upplýsingum um ólík kúakyn í heiminum. Alls er smáforritið, sem heitir My Daily Cow, með upplýsingar um 604 kúakyn og virkar forritið þannig að á hverjum degi fær notandinn eitt nýtt kúakyn á skjáinn með tilheyrandi bauli um leið og upplýsingarnar birtast.

 

Þetta skemmtilega smáforrit inniheldur einnig margar fleiri upplýsingar um nautgriparækt, sögu kynjanna, þýðingar á fagheitum í nautgriparækt á ótal önnur tungumál ofl. Líkt og mörg önnur smáforrit fyrir snjallsíma má nálgast þetta í vefbúð Apple og kostar 2,99 dollara að hlaða því niður.

 

Þeir sem ekki hafa áhuga á því og/eða eru ekki með Apple síma, geta einnig fræðst nánar um mörg af þeim ótal kúakynjum sem eru í boði á heimasíðu höfundar þessa smáforrits: http://krankykids.com/cows/alphabetical/a.html /SS.