Kýr án metangass í framtíðinni?
22.08.2016
Sem kunnugt er myndast töluvert af metangasi við jórtrun og hafa vísindamenn víða um heim rannsakað margvíslega möguleika á því að draga úr þessari gasmyndun enda hefur metangas sk. gróðurhúsalofttegund. Vísindamenn við Holdanautamiðstöðina (Beef Industry Center) í Nýja Suður-Wales í Ástralíu hafa nú gefið út að innan tiltölulegra fárra ára gæti verið mögulegt að vera með kýr sem ekki mynda þetta gas og byggir álit vísindamannanna á útreikningum þeirra á erfðaframförum í kjölfar stóraukinnar notkunar á kynbótaúrvali á grunni erfðamengis.
Ef rétt reynist er hér um mikil tíðindi að ræða en greint var frá þessu áliti í tímaritinu Animal Farm. Rannsókn vísindamannanna beindist að samhengi á milli metangasframleiðslu nautgripa og erfða og kom í ljós að mjög sterkt samhengi er til staðar sem bendir til þess að nokkuð hratt megi rækta fyrir verulega minni metangasframleiðslu og þar með minni umhverfisáhrifum nautgriparæktar/SS.