Beint í efni

Kýr 2004 um næstu helgi

25.08.2004

Á laugardaginn kemur verður haldin kúasýningin Kýr 2004. Sýningin verður haldin í Ölfushöll á Ingólfshvoli og opnar húsið kl. 12.30. Landbúnaðarráðherra mun setja sýninguna og síðan byrjar sýningin sjálf með sýningu barna á kálfum. Keppt verður í fjölmörgum flokkum og má búast við hörku keppni. Gert er ráð fyrir að sýningunni ljúki um kl. 17. Nánari upplýsingar um sýninguna má sjá á vef Búnaðarsambands Suðurlands, sem stendur fyrir sýningunni: www.bssl.is