
Kynningarmyndband um íslenskan landbúnað
12.12.2014
Í byrjun október var Bændasamtökunum boðið að taka þátt í ræðismannaráðstefnu á vegum Utanríkisráðuneytisins í Hörpunni þar sem ræðismenn Íslands um allan heim komu saman til að kynnast landi og þjóð. Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson, kynnti íslenskan landbúnað fyrir gestunum og var myndbandið sýnt af því tilefni. Bændasamtökin unnu það í samvinnu við Profilm (english/enska).
Sjá myndband