Beint í efni

Kynningarfundur með Geno í Þingborg

04.03.2009

Um 40 manns mættu á kynningarfund með fulltrúum norska nautgriparæktarfélagsins Geno, sem haldinn var af NRFÍ ehf í Þingborg í gærkvöldi, 3. mars. Á fundinum kynntu þeir Sverre Bjørnstad, framkvæmdastjóri Geno og Tor Arne Sletmoen, framkvæmdastjóri Geno Global (útflutningsdeild félagsins) nautgriparæktarstarfið í Noregi, sögu og uppbyggingu félagsins, ræktunaráherslur og erfðaframfarir, varðveislu gamalla nautgripastofna, samanburðartilraunir með NRF og önnur kúakyn, útflutning á erfðaefni og hugmyndir um samstarf Norðmanna og Íslendinga á þessu sviði í framtíðinni.

Að lokinni kynningu svöruðu þeir fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna um ýmis atriði. Voru umræðurnar málefnalegar og góðar.

 

Í ferð sinni hingað til lands áttu fulltrúar NRFÍ ehf og Geno einnig fundi með Ráðuneytisstjóra búnaðarmála, yfirdýralækni og dýralækni nautgripasjúkdóma, þar sem ýmis atriði varðandi væntanlega umsókn um leyfi til innflutnings á nýju kúakyni voru rædd.

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá kynningarfundinum í Þingborg.

 

F.v. Ólafur Kristjánsson, Geirakoti, Sigurjón Hjaltason, Raftholti og Elvar Eyvindsson, Skíðbakka 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Sverre Bjørnstad, Geno, Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripasjúkdóma og Daníel Magnússon, Akbraut, afurðahæsta kúabú landsins 2008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Tor Arne Sletmoen, Geno, Sverre Bjørnstad, Geno, Pétur Diðriksson, Helgavatni, Jón Gíslason, Lundi og Sæmundur Jón Jónsson, Árbæ