Beint í efni

Kynningarfundir um nýjan mjólkursamning framundan

10.05.2004

Mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. maí nk. verða haldnir kynningarfundir um land allt til að kynna nýjan mjólkursamning meðal kúabænda landsins. Nánar verður auglýst síðar hvar og hvenær fundirnir verða haldnir. Í framhaldi af kynningarfundunum verður almenn atkvæðagreiðsla meðal kúabændu um hinn nýja samning og verður hún framkvæmd með póstkosningu. Kjörskrár eru á öllum skrifstofum búnaðarsambanda og eru kúabændur hvattir til að kynna sér kjörskrárnar.