Beint í efni

Kynningar- og samráðsfundur um GróLind

11.05.2023

Landgræðslan býður öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfundar um verkefnið GróLind, mat og vöktun á gróður-, og jarðvegsauðlindum Íslands, mánudaginn 15. maí í Keldnaholti í Reykjavík. Á fundinum verður fjallað um stöðu verkefnisins og næstu skref, vinnu að aukinni upplýsingagjöf, svo sem aukin notkun á vefsjáum og gagnvirkum mælaborðum. Fundurinn er hluti af fundarherferð GróLindar um Ísland. Starfsmenn GróLindar benda á að áætlað er að halda rafrænan fund í byrjun júní.

Fundurinn verður haldinn í Keldnaholti, Árleyni 22, mánudaginn 15. maí á 3. hæð, klukkan 14:00.