Kynning á vörum og þjónustu fyrir kúabændur á Fagþingi
20.02.2015
Samhliða setningu aðalfundar og Fagþings nautgriparæktarinnar, sem haldið verður í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar fimmtudaginn 12. mars n.k., hefur Landssamband kúabænda boðið nokkrum fyrirtækjum að kynna vörur sínar og þjónustu á staðnum. Þessi fyrirtæki eru Fóðurblandan, Lífland, Landstólpi, Sláturfélag Suðurlands og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Samtökin vilja einnig gefa fleiri fyrirtækjum kost á að kynna sig og sína í húsakynnum ÍE ef áhugi er fyrir því. Áhugasömum er bent á að senda línu á lk@naut.is eða hringja í síma 896 1995. Fyrstir koma, fyrstir fá!/BHB