Beint í efni

Kynning á ítarlegri umsögn BÍ um matvælafrumvarpið

22.09.2008

Í nýju Bændablaði er gerð grein fyrir helstu áhersluatriðum í umsögn Bændasamtaka Íslands um svokallað matvælafrumvarp. Til stóð að afgreiða það sem lög frá Alþingi nú á haustþingi en því var frestað. Það hefur í för með sér að ríkisstjórnin verður að endurflytja málið eftir að þing kemur saman til reglulegra vetrarstarfa 1. október næstkomandi. Fastlega er búist við að ríkisstjórnin reyni að fá málið afgreitt frá Alþingi fyrir áramót.

Eins og fram hefur komið í Bændablaðinu setti stjórn Bændasamtakanna í gang vinnu á ýmsum vígstöðvum til þess að geta veitt faglega umsögn um frumvarpið. Þeirri vinnu lauk 11. september sl. þegar umsögnin var afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Umfang hennar er það mikið að ekki er hægt að gera henni tæmandi skil í Bændablaðinu en þess í stað var áhugasömum vísað á heimasíðu Bændasamtakanna, þar sem flest gögn málsins er að finna. Hér undir eru tenglar á umsögn BÍ, helstu niðurstöður Lagastofnunar HÍ og álitsgerð Margrétar Guðnadóttur sem birst hefur áður hér á síðunni.

Umsögn BÍ - pdf
Helstu niðurstöður Lagastofnunar HÍ - pdf
Umsögn dr. Margrétar Guðnadóttur - pdf