Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kyngreint sæði nú enn betra

21.07.2016

Þegar kyngreint sæði kom fyrst á markað fyrir 10 árum síðan var frjósemin mun slakari við notkun á slíku sæði en hefðbundnu sæði og munaði þar all nokkru. Þessi munur hefur svo stigminnkað með bættri tækni og aukinni þekkingu á eiginleikum sæðis sem hefur verið kyngreint. Í danskri rannsókn, sem gerð var á grunni gagna frá árinu 2010, var þessi munur kominn niður í 10% þ.e. kýr sem sæddar voru með hefðbundnu sæði héldu heldur betur en hinar sem sæddar voru með kyngreindu sæði. Árið 2014 kom svo á markaðinn nýtt efni sem notað er til þynningar á kyngreindu sæði og eftir að það var tekið í almenna notkun hefur þessi munur minnkað enn frekar.

 

Ný rannsókn, frá þróunar og ráðgjafafyrirtækinu SEGES í Danmörku, sýnir nú að munurinn á hefðbundnu sæði og kyngreindu sæði er kominn niður í 6,6% og hafa nú danskir kúabændur stóraukið notkun á kyngreindu sæði þar sem munurinn er jafn lítill og raun ber vitni um. Kyngreint sæði er mest notað við sæðingar á kvígum en að jafnaði er fjórða hver kvíga í Danmörku sædd með kyngreindu sæði/SS.