Kynbótanautin standa sig vel
31.08.2004
Samkvæmt upplýsingum frá Nautastöð BÍ á Hvanneyri gengur vel að ná sæði úr kynbótanautunum þessa dagana, en nokkuð misjafnt er þó á milli nauta hve hratt og vel gengur að safna þeim 6.600 skömmtum sem á að safna úr hverju nauti. Eftirfarandi upplýsingar liggja fyrir í dag um þau naut sem eru á Nautastöðinni eða eru nýfarin:
Tölur í sviga tákna fjölda skammta sem komnir eru úr viðkomandi nauti
Naut sem eru farin:
Vaður frá Stóru-Hildisey II (6.590 sk.) – sæðistöku lauk í byrjun júní en honum var haldið lifandi til að sýna hann á kýr 2004, sýningu í Ölfushöllinni, og gekk það vel.
Sendill frá Ingjaldsstöðum (6.595 sk.)
Gilsungur frá Gilsárteigi (5.420 sk.) – hætti að stökkva og var slátrað án þess að hægt væri að klára hann.
Skjanni frá S-Gegnishólum (6.505 sk.)
Hlekkur frá S-Gegnishólum (3.390 sk.) – var slátrað vegna æxlis á skaufa
Aðall frá Miðhvammi (6.605 sk.)
Sindri frá Þórarinsstöðum – stökk aldrei
Blossi frá Selalæk – gaf of lítið sæði
Gyllir frá Dalbæ (6.905 sk.) – fór í gegnum sæðistöku á methraða enda gaf hann bæði gott magn og óvenjumikinn þéttleika sæðisfrumna
Frami frá Þorvaldseyri – gaf ekki nothæft sæði
Kári frá Káranesi – gaf ekki nothæft sæði
Pontíus frá Tröð (3.310 sk.) – var slátrað vegna æxlis á sin
Eldri naut:
Hjaltalín frá Stóra Dunhaga (6.280 sk.)
Flói frá Brúnastöðum (5.800 sk.)
Fleygur frá Hólshúsum (4.380 sk.)
Síríus frá Leirulækjaseli (3.860 sk.)
Nói frá Hundastapa (5.750 sk.)
Þrymur frá Tóftum (3.705 sk.)
Ás frá Sumarliðabæ (5.650 sk.)
Öðlingur frá Furubrekku (2.490 sk.) – er ekki farinn í dreifingu
Bani frá Búvöllum (3.855 sk.)
Brekkan frá Litlu-Brekku (4.145 sk.)
Birkir frá Ytri-Tjörnum (2.940 sk.)
Akur frá Stóru-Mörk (2.540 sk.) – er að fara í dreifingu
Arfur frá Gunnbjarnarholti (2.630 sk.)
Trukkur frá Kotlaugum (3.725 sk.)
Hegri frá Hamri í Hegranesi (3.745 sk.)
Þá eru það 8 ný naut sem komu inn á stöðina nú í ágúst;
Draumur frá Vorsabæ (690 sk.) – fer ekki strax í dreifingu
Hreppur frá Birtingaholti – hefur ekki stokkið enn
Mjölnir frá Ytri-Skógum (1.020 sk.) – fer fljótlega í dreifingu
Iði frá Lundi – hefur ekki stokkið enn
Öxull frá Möðruvöllum – er byrjaður að stökkva
Vængur frá Miðengi (280 sk.) – fer ekki strax í dreifingu
Tárus frá Þórisstöðum – er byrjaður að stökkva
Tópas frá Króki (430 sk.) – fer ekki strax í dreifingu