Beint í efni

Kynbótamat fyrir endingu

21.10.2009

Síðdegis í gær lauk vinnslu á kynbótamati fyrir endingu. Niðurstöður þess má sjá með því að smella hér. Hér er um að ræða einkunnir einstakra nauta fyrir endingu dætra þeirra, en endingin er skilgreind sem tíminn frá því þær bera fyrsta kálfinum, þar til að þeim er fargað. Alls eru í skránni 492 naut sem fædd eru frá á tímabilinu 1977-2004. Heildarfjöldi kúa í gagnasafni er 76.244 og nær það yfir kýr sem hafa komið í framleiðslu frá 1. janúar 1990 til 30. september 2009. 

Grein um uppbyggingu kynbótamats fyrir endingu má sjá hér.

 

Þar sem einungis er hægt að nota svokallað feðralíkan (e. sire model) við endingarmatið, fá einungis nautin einkunn fyrir þennan eiginleika, ekki kýrnar. Til þessa hafa ekki komið fram aðferðir til að nota einstaklingslíkan (e. animal model) við mat á þessum eiginleika, líkt og notað er á öllum öðrum eiginleikum í kynbótamati nautgripa.