Beint í efni

Kvótinn eykst og C-greiðsla breytist

06.08.2001

Á fundi Framkvæmdanefndar í júní sl. var ákveðið að leggja til við landbúnaðarráðherra að auka greiðslumarkið í 104 milljónir á verðlagsárinu 2001/2002 vegna aukinnar sölu og gera breytingar á skipulagi C-greiðslna.

Þá var ennfremur ákveðið að, þar sem innvegið mjólkurmagn yfir sumarmánuðina er komið í lægstu mörk, yrði C-greiðslu sama verðlagsárs breytt þannig að 12% leggjast á nóvember til febrúar, 1% á júlí og 2% á ágúst.

 

Með þessu móti er talið líklegt að hvati myndist til að bændur leggi inn mjólk í þessum tveimur innvigtunarlágu mánuðum. Þess ber að geta að C-greiðsla leggst á alla innvegna mjólk, óháð kvóta.