Beint í efni

Kvótaverðið hrynur í Danmörku

20.02.2013

Nú er nýlokið uppgjöri hins danska kvótamarkaðs, sem er einskonar systurmarkaður við hinn íslenska enda báðir markaðirnir byggðir upp með samskonar hætti. Jafnvægisverðið endaði í 0,26 dönskum krónum eða sem svarar til 9,2% af þarlendu afurðastöðvaverði. Þetta er mikið verðfall frá síðasta markaði en skýringin á þessu lága verði (6 íslenskar krónur) er sú staðreynd að mjólkurkvótinn í aðildarlöndum ESB verður felldur niður eftir tæp 2 ár og því fáir sem sjá sér hag í því að kaupa sér aðgengi að markaði sem hvort sem er verður frjálst innan skamms.

 

Fyrir ári síðan var verðið 1,03 danskar krónur og í nóvember 0,77 dkr. Þess má geta að næsti kvótamarkaður hér á landi verður haldinn 1. apríl nk. og þurfa tilboð að berast Matvælastofnun fyrir 25. mars nk. Með því að smella á hlekkinn hér vinstra megin á síðunni getur þú farið beint á undirsíðu Matvælastofnunar um kvótamarkaðinn/SS.