Beint í efni

Kvótaverðið enn um 200 krónur

07.11.2002

Þrátt fyrir að verð á greiðslumarki hafi um tíma verið komið niður í 185 krónur á lítrann, hefur það sigið aftur upp í um 200 krónur. Margir álíta að ástæður þessa séu fyrst og fremst lítið flæði af upplýsingum á milli landshluta, þar sem fáir stórir kaupahéðnar sjái aðallega um viðskiptin með greiðslumarkið. Svo virðist vera að lágt verð á Suður- og Vesturlandi í haust hafi ekki haft áhrif til lækkunar á kauptilboðum frá Norð-Vesturlandi og því hækkaði greiðslumarkið aftur.

Miðað við verð greiðslumarksins í dag og þá staðreynd að einungis þrjú ár eru í lok núverandi mjólkursamnings kúabænda við hið opinbera, er harla ólíklegt að kúabændur séu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir greiðslumarkið – enda ávalt möguleiki á því að kerfinu verði breytt eftir samningslokin og greiðslumarkið verði þannig verðlítið/SS.