Kvótaverð í Þýskalandi hrapar
08.11.2002
Verð á mjólkurkvóta í Þýskalandi féll um verulega í byrjun nóvember, þegar tilboð á kvótamarkaðinum voru gerð upp. Í Þýskalandi eru tilboð í mjólkurkvóta heimil tvisvar á ári (júlí og nóvember) og er verð á mjólkurkvóta í þessu héraði Þýskalands nú rétt um 0,2 evrur/lítra (um 17 krónur).
Í öðrum héruðum var verðið nokkuð hærra og hæst í Oberpfalz í Bayern (0,84 evrur eða 72 kr/lítrann). Þegar litið er á heildaráhrifin í Þýskalandi var framboði mun meira en eftirspurnin. Samkvæmt áliti þýskra sérfræðinga bera niðurstöður nóvemberútboðsins það með sér að þýskir kúabændur hafi ekki mikla trú á framtíðinni/SS.
Heimild: www.landsbladet.dk