Kvótaverð í Svíþjóð aldrei lægra
20.06.2002
Verð á mjólkurkvóta heldur áfram að lækka í Svíþjóð og er nú komið í sögulegt lágmark. Mikið framboð er á kvóta, en bændur kaupa lítið sem ekkert vegna óvissu um framhaldið.
Síðan sala á mjólkurkvóta þessa greiðslumarksárs hófst í Svíþjóð. 15. febrúar sl., hefur kvótaverðið fallið stöðugt og er nú komið í rétt um 70 sænska aura á kg., eða um 7 kr/kg í íslenskum krónum!
Heimild: Landsbladet Online, 11.06.02