Kvótamarkaður og bankaábyrgðir
18.04.2011
Í kjölfar niðurstöðu tilboðsmarkaðar með greiðslumark þann 1. apríl sl. gerði LK tillögu að því að bankaábyrgðir yrðu lagaðar að þeim viðskiptum sem fyrirsjáanlega yrðu með greiðslumark. Þá lá fyrir hvert umfang viðskipta yrði og engin ástæða fyrir bændur að greiða fyrir hærri ábyrgðir en sem nemur þeirri upphæð sem greidd verður fyrir greiðslumarkið þann 2. maí n.k. Bændur þurfa hins vegar sjálfir að hafa frumkvæði að þessu og telur LK fulla ástæðu fyrir þá að gera slíkt, hafi þeir ekki gert það nú þegar.