Kvótamarkaður 1. september n.k.
17.08.2015
Næsti tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur verður haldinn 1. september n.k. Þeir sem hyggjast eiga viðskipti á næsta markaði þurfa að hafa komið öllum viðeigandi gögnum til Matvælastofnunar eigi síðar en þriðjudaginn 25. ágúst n.k. Athygli er einnig vakin á því að 15. júní sl. var gefin út breyting á reglugerð um tilboðsmarkað með greiðslumark í mjólk. Með breytingunni eru heimiluð viðskipti framhjá markaði, þegar greiðslumark er flutt milli tveggja lögbýla á jörð í eigu/ábúð handhafa greiðslumarks./BHB