Beint í efni

Kvótamarkaður 1. nóvember n.k.

19.09.2012

Samkvæmt reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011, verður næsti kvótamarkaður haldinn þann 1. nóvember. Hér vinstra megin á forsíðu naut.is er búið að koma fyrir hlekk á upplýsingasíðu Matvælastofnunar, sem sér um framkvæmd markaðarins. Þar er að finna viðeigandi eyðublöð og upplýsingar um hvaða gögn þurfa að fylgja tilboðum um kaup eða sölu. Tilboð, auk allra upplýsinga þurfa að hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en fimmtudaginn 25. október n.k./BHB

 

Upplýsingasíða um kvótamarkað